Meirapróf
Námi til aukinna ökuréttinda hefur verið breytt í takt við breyttar þarfir ökumanna.
C1 Bifreið í flokki C allt að 7.500 kg að leyfðri heildarþyngd og 8 farþega án gjaldtöku, réttindi sem taka gildi við 18 árs aldur. Tengdan eftirvagn / tengitæki sem er ekki meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd
D1 Ökutæki í flokki D með sæti fyrir 16 farþega eða færri auk ökumanns. Atvinnuréttindi
BE - Eftirvagn, viðbótarnám. Veitir rétt til að stjórna:
samtengdum ökutækjum þar sem dráttartækið er í flokki B og leyfð heildarþyngd eftirvagns eða tengitækis er meiri en 750 kg.
Aldursmörk mismunandi réttinda:
Réttindi : | Aldur við próftöku : |
BE - C1 - C1E | 18 ár. |
B atvinnuréttindi | 20 ár. |
C - CE atvinnuréttindi | 21 ár. |
D1 - D1E | 21 ár. |
D - DE atvinnuréttindi | 23 ár. |
Aukin ökuréttindi - námskrá tekur gildi 1. apríl 2005
Námi til aukinna ökuréttinda er skipt í grunnnám og svo framhaldsnám.
Grunnnámið er fjórar námsgreinar sem eru samtals 52 kennslustundir.
- Umferðarfræði (UF) – 12 stundir .
- Umferðarsálfræði (US) – 12 stundir.
- Bíltækni (BT) – 12 stundir .
- Skyndihjálp (SK) – 16 stundir.
Framhaldsnám inniheldur eftirtaldar námsgreinar. Þær er teknar eftir því á hvaða ökuréttindi stefnt er á:
- Stór ökutæki (SÖ) - 32 stundir.
- Ferðafræði (FF) – 16 stundir.
- Eftirvagnar (EV) – 4 stundir.
Mismunandi námskröfur til að ná viðkomandi ökuréttindum má sjá í töflunni hér fyrir neðan
Réttindaflokkur |
Framhalds nám |
Samtals bóklegt |
Verklegt nám |
|
C |
Vörubifreið |
SÖ 32 tímar |
84 tímar |
12 tímar |
D |
Hópbifreið, farþegaflutningar í atvinnuskyni |
SÖ + FF 48 tímar |
100 tímar |
12 tímar |
BE |
Eftirvagn |
EV 4 tímar |
4 tímar |
7 tímar |
CE og DE |
Eftirvagn |
EV 4 tímar |
88 (CE) tímar 104 (DE) tímar |
7 tímar |
B |
Fólksbifreið, farþegaflutningar í atvinnuskyni |
FF 16 tímar |
68 tímar |
3 tímar |
Nánari upplýsingar um námskröfur má finna á vef Umferðastofu.
Verðskrá :
Flokkur | Verð | |
Vörubíll C1 - 3,5 til 7,5 tonn | 196.000.- | |
Vörubíll C | 349.000.- | |
VörubíllC viðbót við C1 | 196.000.- | |
Vörubíll C viðbót við leigubifreið | 279.500.- | |
Vörubíll C viðbót við hópbifreið | 161.000.- | |
Vörubíll C1 viðbót við leigubíl | 135.000- | |
Vörubíll C1 viðbót við D og D1 | 60.000.- | |
Eftirvagn CE. | 149.000- | |
Eftirvagn C1E - D1E | 80.000.- | |
Eftirvagn BE | 68,500- | |
Leigubíll | 162.000.- | |
Leigubíll, viðbót við vörubíl (C eða C1) | 86.000.- | |
Hópferðabíll D1-16 farþ. viðb við leigubíl | 162.000- | |
Hópferðabíll D stór rúta | 390.000 - | |
Hópferðabíll D, viðbót við vörubíl (C) | 218.600.- | |
Hópferðabíll D, viðbót við leigubifreið | 293.000.- | |
Hópferðabíll D1 (9 -16 farþegar gegn gjaldi) | 262.000- | |
Hópferðabíll D1, viðbót við C1-C | 94.500.- | |
Hópferðabíll, viðbót við D1 | 212.000.- | |
l | ||
Vörubíll+hópbifreið. | 530.000- | |
Vörubíll+hópferðabíll+eftirvagn | 629.000- | |
Vörubíll + eftirvagn | 475.000.- | |
Vörubíll + leigubíll | 415.000.- | |
Endurnýjun ökuréttinda er samkomulag | ||
Með fyrirvara um innsláttarvillur - Verð geta breyst án fyrirvara - Öll verð eru staðgreiðsluverð