fbpx

Mótorhjól

Til þess að fá réttindi á bifhjól þarf taka 24 tíma bóklegt nám og að minsta kosti 9 tíma verklegt nám.
Þeir sem hafa B-réttindi (almenn ökuréttindi) þurfa að taka 12 tíma bóklegt nám og 9 tíma verklegt nám.

Nám hefst á bóklegu námi sem endar með prófi og taka þvínæst verklegir tímar við.

M - Létt bífhjól (Skellinaðra)
Veitir rétt til að stjórna: 
léttu bifhjóli/skellinöðru með slagrými ekki yfir 50 sm3 og ekki hannað til hraðari aksturs en 45 km. 
Aldurstakmark fyrir M réttindi er 15 ár.

A1 - Bifhjól 125 cc eða minna
Veitir rétt til að aka bifhjóli sem er 125sm3 eða minna og afl þess 11kw eða minna.  
Aldursmörk eru 17 ár.

A - Litið bífhjól 
Veitir rétt til að stjórna: 
litlu bifhjóli , en undir það flokkast:

  • tvíhjóla bifhjól/mótorhjól án hliðarvagns þar sem hlutfall vélarafls og eigin þyngdar fer ekki yfir 0,16 kW/kg (0,21 hp/kg). Þá má vélarafl bifhjólsins ekki fara yfir 25 kW (34hp),
  • tvíhjóla bifhjól með hliðarvagni þar sem hlutfall vélarafls og eigin þyngdar fer ekki yfir 0,16 kW/kg (0,21 hp/kg),
  • þríhjóla bifhjól,
  • létt bifhjól og torfærutæki.

Aldurstakmark er 17 ár

A - Stórt bífhjól 
Veitir rétt til að stjórna: 
stóru bifhjóli , en undir það flokkast:

  • tvíhjóla bifhjól án hliðarvagns þar sem hlutfall vélarafls og eigin þyngdar fer yfir 0,16 kW/kg (0,21 hp/kg), það veitir einnig rétt til að stjórna vélsleða og önnur þau tæki sem upp eru talinn hér fyrir ofan.

Aldurstakmark 21 ár eða að hafa verið með "A Lítið bifhjól" í amk 2 ár.

 

Verð (Verklegt og bóklegt)
M réttindi - ca 35.000kr (Fer eftir fjölda verklegra tíma) 
A réttindi - ca 80.000kr (Fer eftir fjölda verklegra tíma og að viðkomandi hafi B. réttindi)

Annað
Bókleg námskeið eru oftast haldin á vorin og eru auglýst hér á síðunni og í staðarblöðunum.   

Með fyrirvara um innsláttarvillur - Verð geta breyst án fyrirvara - Öll verð eru staðgreiðsluverð

Innskráning nemenda


Týnt lykilorð
Nýr nemandi ? Smelltu hér