fbpx

Vinnuvélar

Í takt við breytta tíma höfum við ákveðið að bjóða uppá vinnuvélanám í fjarnámi.  Þetta gerum við undir nafninu Vinnuvélaskólinn.

Vinnuvélaskólinn er nýr fjarnámsskóli sem býður upp á bóklegt námskeið, Grunnnámskeið, sem gefur rétt til  æfinga og próftöku á allar gerðir vinnuvéla sem krafist er réttinda á.
 
Til að fá inngöngu á námskeiðið þarf viðkomandi  að vera orðinn 16 ára.  Til þess að fá réttindi til þess að mega stjórna vinnuvél þarf viðkomandi hins vegar að vera orðinn 17 ára. Einnig þarf B-réttindi (almenn ökuréttindi) til að mega stjórna vinnuvél utan lokaðra vinnusvæða.
 
Námið samsvarar 80 kennslustundum. Þar sem um sjálfsnám er að ræða, krefst fyrirkomulagið aga og nemendur þurfa að gera sér grein fyrir að þetta er stórt og tímafrekt námskeið.
 
Námið er fyrst og fremst fræðsla og kynning fyrir verðandi vinnuvélstjóra, m.a. um réttindi og skyldur vinnuveitenda og starfsmanna, öryggisreglur og öryggisbúnað, notkun helstu vinnuvéla, vélfræði, vökvafræði o.fl. atriði sem snúa að vinnuumhverfi vinnuvélstjóra. Námskeiðinu lýkur með prófi sem veitir rétt til að hefja verklega þjálfun undir umsjón kennara. Að lokinni verklegri þjálfun fer síðan fram verklegt próf á vinnustaðnum. Rétturinn til að taka verklegt próf fyrnist ekki. Panta þarf verklegt próf hjá Vinnueftirlitinu.

Smelltu hér til þess að fara yfir á kennsluvefinn www.vinnuvelaskolinn.is Þar færðu allar nánari upplýsingar.

Innskráning nemenda






Týnt lykilorð
Nýr nemandi ? Smelltu hér