fbpx

B réttindi - Almenn ökuréttindi

Nám til B réttinda (Almennra ökuréttinda) er skylda. Námið má hefja við 16 ára aldur. Réttindin fást við 17 ára aldur.
Verkleg kennsla er 16 - 24 kennslutímar. Bóklegt nám skiptist í tvennt. Ö1 og Ö2 sem eru 12 kennslutímar hvor og er hvor hluti vanalega kenndur á þremur kvöldum. Bóklegu námseiðin eru haldin að jafnaði einu sinni í mánuði.
Áður en nemar fá æfingarleyfi þurfa þeir að ljúka Ö1 bóklega hlutann og 10 verklegum ökutímum þar af einum fyrir bóklega námskeiðið.

Ökunemi sem hefur nám frá og með 1. janúar 2010 skal ljúka námi í Ökuskóla3 (ökugerði). 
Miðað er við fyrsta verklega ökutíma með ökukennara. 
Kennsla í ökugerði, ökuskóli 3 má ekki fara fram fyrr en ökunemi hefur lokið fyrsta og öðrum hluta bóklegs náms (Ö1 og Ö2) og 14 verklegum kennslustundum hjá ökukennara hið minnsta
Ökuskóla 3 er 4 kennslustundir og þarf að ljúka fyrir verklegtökupróf.

Almenn ökuréttindi B veita rétt til að stjórna:

 • fólksbifreið með leyfða heildarþyngd 3.500 kg eða minna og með sæti fyrir 8 farþega eða færri, auk ökumanns,
 • sendibifreið með leyfða heildarþyngd 3.500 kg eða minna, 
 • fólks- eða sendibifreið með tengdan eftirvagn / tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd, 
 • fólks- eða sendibifreið með tengdan eftirvagn / tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd enda sé leyfð heildarþyngd beggja ökutækja 3.500 kg eða minna og leyfð heildarþyngd eftirvagnsins/tengitækisins ekki meiri en eigin þyngd dráttartækisins, 
 • dráttarvél, 
 • vinnuvél, 
 • léttu bifhjóli og torfærutæki, s.s. vélsleða og fjórhjóli.

BE - eftirvagn, viðbótarnám. Veitir rétt til að stjórna:

 • samtengdum ökutækjum þar sem dráttartækið er í flokki B og leyfð heildarþyngd eftirvagns eða tengitækis er meiri en 750 kg.

** Aldursmark er 18 ára og hafa fullnaðar ökuskírteini.  (Sjá nánar á meirapróf)

Verð.

 • Bóklegt nám Ö1 - Fyrri hluti : 13.500kr (Með kennslubók 15500)
 • Bóklegt nám Ö2 - Seinni hluti : 11.500kr
 • Kennslubók : 4.500kr (kennslubókin er innifalin í Ö1 bóklega hlutanum)
 • Ökuskóli3:Upplýsingar hjá þeim um kostnað

Hefja nám

Til þess að hefja nám er best að hafa samband við Þráinn Elíasson í síma 892 9594 og í samráði við hann er ákveðið hvenær best er að hefja verklegu tímana.

Með fyrirvara um innsláttarvillur - Verð geta breyst án fyrirvara - Öll verð eru staðgreiðsluverð

Innskráning nemenda


Týnt lykilorð
Nýr nemandi ? Smelltu hér